http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=73069
Samkvæmt einhverri óháðri nefnd brýtur þessi 6+5 regla ekki á lög Evrópusambandsins um frjálst vinnuafl.
Fyrir þá sem nenna ekkert að lesa og vita ekki hvað 6+5 reglan er að þá þýðir það að lið þyrfti að stilla upp 6 leikmönnum í byrjunarliðið sem eru gjaldgengnir með landsliði í þeirri deild sem liðið spilar í.
Til að útskýra en frekar að þá myndi lið eins og Arsenal ekki getað stillt upp byrjunarliði því þeir þyrftu 6 Englendinga eða menn með enskt vegabréf.

Þessi regla er góð fyrir ungu kynslóðina í landinu því fleiri fengu tækifæri hjá stóru liðunum en þetta myndi án efa veikja ensku deildina mikið og aðrar eitthvað líka. Ég meina lið eins og Man. Utd. sem er á toppnum í heimsfótboltanum og er með marga uppalda leikmenn myndu líka vera í veseni því 6 er stór tala því reikna þyrfti með enskum varamönnum líka.
Ekki veit ég hvernig þetta myndi virka nákvæmlega þar sem Giggs, Fletcher, Evans og O'Shea eru allir ekki Englendingar. Giggs, Fletcher og Evans myndu væntanlega falla undir þetta en ekki O'Shea en ég fullyrði ekki neitt.

Hvað finnst ykkur um þessa reglu. Væri þið til í að sjá hana? Endilega komið með fleiri kosti og galla líka ef þið hafið það til að bæta við.
T.d. gætu Man. City ekki exploitað (afsakið slettuna) fjárhagslegu aðstöðu sína eins mikið og landsliðin yrðu væntanlega sterkari eins og sést hefur áður á Ítalíu.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”