Nú er hafin kosningin á liði ársins og geta menn kosið hér; http://www.uefa.com/teamoftheyear

Mitt lið:

——-Edwin Van Der Sar©——
Ramos—Ferdinand©–Terry—Evra

Ronaldo—Xavi—Lampard—Ribery

———Messi–Torres———-

Knattspyrnustjóri: Sir Alex Ferguson.

Rök:

Van Der Sar: Gífurlegur reynslubolti sem var ótrúlega traustur og aðstoðaði Manchester United með að vinna Ensku Úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu. Casillas væri vafalaust einnig hárréttur kostur, en Van Der Sar fær vinningin frá mér vegna velgengni Manchester United á liðnu tímabili.

Sergio Ramos: Algjör klettur með Madrid ásamt því að spila virkilega, virkilega vel með Spánverjum á Evrópumótinu í sumar.

Rio Ferdinand: Englands og Evrópumeistari. Vörn Manchester United fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni á síðasta tímabili og einungis Chelsea og Liverpool hafa fengið á sig færri það sem af er núverandi leiktíðar. Hér þarf enga ástæðu; Maðurinn er sennilega besti miðvörður í heimi í dag.

John Terry: Vissulega ekki með medalíurnar til að réttlæta sæti sitt á þessum lista, en við skulum ekki gleyma því að Chelsea voru einungis einum leik frá Englandsmeistaratiltinum og vítaspyrnukeppni frá því að verða Evrópumeistarar og Terry spilaði gríðarlega stórt hlutverk í hjarta varnar Chelsea manna.

Patrice Evra: Hann er stöðugt að bæta varnarleik sinn og er sennilega besti vinstri sóknarbakvörður heims; Klárlega kom enginn annar til greina.

Cristiano Ronaldo: Augljóslega er engin þörf á rökstuðningi hér. Besti leikmaður heims hlýtur að vera í úrvals liði Evrópu.

Xavi Hernandes: Traustur með Barcelona, en algjör lykilleikmaður í velgengni Spánverja á EM í sumar.

Frank Lampard: Rétt eins og Terry er mikilvægur varnarleik Chelsea þá er Lampard algjörlega ómissandi á miðjunni; Spilaði stórt hlutverk í næstum-því stórkostlegu tímabili með Chelsea.

Fernando Torres: Mig langaði vissulega til að velja Wayne Rooney, en það væri einum of hlutdrægt. Torres var frábær með Liverpool ásamt því að sigra Euro 2008 með Spáni.

Lionel Messi: Ekki endilega sóknarmaður, en klárlega einhver mikilvægasti leikmaður Barcelona í dag og einn fárra sem skaraði fram úr á síðustu leiktíð.

Svo það sé á hreinu þá styð ég sjálfur Manchester United; Að sama skapi tel ég það ekki hafa nein afgerandi áhrif á val mitt; Hugsanlega fyrir utan Van Der Sar en það má samt færa rök fyrir því vali.