Þessi herferð sem FA byrjaði á í byrjun þessa tímabils á sér ekki góðar rætur til að festa sig við. Leikmenn og þjálfarar eiga að sýna dómara meiri virðingu í hans starfi og refsingar fyrir að gera það ekki eru orðnar harðari inná vellinum.

Mér finnst hins vegar dómarar fá að sleppa of vel á Englandi. Núna í dag voru bæði Ferguson og Moyes sektaðir auk þess sem Ferguson fékk tveggja leikja bann. Báðir höfðu hins vegar rétt fyrir sér og í hita leiksins er auðvelt að láta skoðun sína í ljós of mikið.

Ég hef horft á alla leiki United í deildinni og hef séð allavega 7 skipti sem hægt var að veita vítaspyrnu og tvö skipti sem auðveldlega átti að hafa rekið mann útaf.
Í Liverpool - Bolton var dæmt mark af Bolton og var það sami dómari og gaf United vítaspyrnu gegn Bolton. Hvar er refsingin hans?

Séð líka fullt af atvikum í leikjum Arsenal og Liverpool þar sem átti að hafa dæmt víti.

Svo er auðvitað það fræga draugamark í 1. deildinni þar sem boltinn var ekki nálægt því að vera inni en dómarinn dæmdi mark. Sami dómari gerði annan skandalinn í sömu deild fyrir um 3-4 umferðum síðan. Hann lærði ekki mikið af mistökum sínum.

Ég veit vel að starf dómarans er mjög erfitt en það er ekkert erfiðara að dæma á Englandi en á Spáni, hvað þá Meistaradeildinni. Ekki skrýtið að það er aðeins einn dómari sem kemur til greina að dæma í Meistaradeildinni eða á vettvangi landsleikja.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”