Þar sem Emil er í sviðsljósinu núna fyrir að misnota tvær vítaspyrnur þá langar mig að spyrja ykkur:

Hvað finnst ykkur um hann Emil sem leikmann?

Málið er að mér hefur aldrei fundist hann vera spes leikmaður, í rauninni finnst mér hann frekar lélegur og ofmetinn. Í öllum þeim landsleikjum sem ég hef séð hann spila í hefur hann hreinlega ekki getað rass.
Hann er hægur, gefur lélegar sendingar (aðallega crossing), reynir of mikið að leika á manninn sem mistekst næstum því alltaf o.s.frv.

Ég meina, er hann kannski besti vinstri-fóta-leikmaður sem við eigum? Er Tryggvi Guðmundsson ekki betri? Getur Theódór Elmar ekki spilað á vinstri kantinum?

Eða er ég kannski að missa af einhverju?