26. janúar 2002
Hollenski varnarjaxlinn, Jaap Stam, sem nýverið var dæmdur í fimm mánaða keppnisbann eftir að hafa verið fundinn sekur um lyfjamisnotkun, neitar að gefast upp í baráttunni sinni fyrir því að hreinsa nafn sitt af lyfjamisnotkun.

Stam gaf af sér jákvætt sýni gagnvart nandrólón eftir leik með Lazio gegn Atalanta í ítölsku deildinni um miðjan október mánuð, en hann segist ætla að sanna sakleysi sitt.
“Ég er ánægður með að þetta skuli hafa sannað sakleysi mitt,” sagði Stam sem einnig var sektaður um 50.000 Evrur.
“Ef CAF mildar refsinguna enn frekar ætti ég að geta komist fljótlega aftur á völlinn. Ég lifi í skrítinni stöðu og mér líður eins og fórnarlambi því ég hef hreina samvisku.”
“Ég hef enn mikið fram að færa sem leikmaður og vil eiga góðan tíma hjá Lazio. Dómararnir hafa fundið til með mér og skilið að ég myndi ekki vísvitandi nota bönnuð bætiefni.”

Stam hefur ákveðið að fría málinu til CAF, ítalska íþróttasambandsins.