Andsko… helv… dómari. Sáuð þið Tottenham Chelsea, ef svo var sáuð þið kannski havð dómarinn var staurblindur, vægt tekið til orða. Chelsea var að spila mjög illa og voru komnir þrjú núll undir en voru farnir að sækja í sig veðrið. Þá byrjaði rifrildi sem átti upptök sín þegar Sullivan markmaður Tottenham fór út úr markinu sínu og happaði með sólann á undan sér og reif treyju Jimmy Floyds Hasselbainks. Þetta átti að vera í það minnsta óbein aukaspyrna og gultspjad eða vítaspyrna og rautt spjald (staðan var aðeins eitt núll þá). Það endaði með því að Mario Melchoit sló til Teddy Sheringham og dómarinn hefur greinilega skilið gleraugun eftir heima því hann rak Jimmy Floyd Hasselbaink útaf fyrir eitthvað sem hann hafði ekki gert. Sheringham var heiðarlegur og reyndi að koma vitinu fyrir dómarnn en fékk gulaspjaldið að launum (allir að klappa fyrir Sheringham). Þetta eiðilagði sóknarmöguleika Chelsea alveg endanlega. Chelsea hefur kært í málinu og mun Melchoit væntanlega fá þriggja leikja bann en Hasselbaink ekkert. Leikurinn fór 5-1 fyrir Tottenham en þess má geta að Chelsea missti Zenden meiddann útaf eftir hrottalega tæklingu Sheringhams, en hann var alltof seinn í boltann.

P.S. endilega komið svona klassískum atriðum þar sem dómarinn var hálfvi.. eða staurblindur.