Peter Kenyon, forstjóri Manchester United, viðurkennir að hann sé orðinn pirraður á að að samningaviðræður félagsins við David Beckham dragist enn á langinn.
Kenyon vonaðist til að samningar tækjust fyrir jól, en eftir 8 mánaða viðræður hafa samningsaðilarnir ekki enn náð saman.“

Kenyon segir þó að Untied vilji halda Beckham og að hann vilji vera áfram hjá félaginu.
”Ég hugsa að við séum nálægt hvor öðrum, þó enn þá sé svoldið í milli,“ sagði Kenyon í samtali við MUTV.
”Ég hugas að við séum öll orðin svoldið pirruð á biðinni. En við viljum halda honum og hann vill vera áfram leikmaður Manchester United og ég er sannfærður um að svo verði.“
”Þetta hefur dregist lengur en við bjuggumst við vegna ýmissa ástæðna.“
”Svona hlutir taka langan tíma. Þetta eru stórir samningar á mikilvægum tímapunkti fyurir hann svo við verðum að vera sammála.“
”Ég er viss um að hann verður áfram leikmaður Manchester United og að það verði öllum til góðs.“
”Samningurinn verður að henta báðum aðila svo við getum búið í sátt og samlyndi í framtíðinni."

Breska blaðið The Daily Mail segir að Inter Milan séu tilbúnir að bjóða Ronaldo í skiptum fyrir Beckham.
Samkvæmt heimildum blaðsins eru Ítalarnir tilbúnir að borga Beckham £200.000 í vikulaun, eða tvöfalda þá upphæð sem hann er sagður vilja fá frá United.
Brasilíumaðurinn segist hins vegar ekki vera á förum frá Inter Milan í þessu lífi.