Sagt er að ostabændur í Parma ætli að gera tilboð í hann Eið okkar, ef þeir halda sér í seríu-A. Þó ólíklegt sé að Chelsea vilji selja hann, þá er víst að parma mundi bjóða japanan Nakata sem skiptimynt í dílnum, en hann býður upp á gífurlega tekjumöguleika fyrir Chelsea (sem hefur gengið fremur brösulega í fjármálunum síðastliðinn tvö ár, þar sem tap hefur verið á rekstri félagsins) vegna vinsælda hans í Asíu, sem er töluvert stór markaður.



heimild: Planetfootball