Eins og þetta er fínn klúbbur, þá verð ég að viðurkenna að þeir gerðu illa í brók með því að ráða þennan gamalkunna Íra.

Þar sem að þessi maður átti stóran þátt í því að fella mitt lið, Nottingham Forest, fyrir 3 árum síðan, er ég ekkert rosalega hrifinn af honum sem “manager”. Almennt eru stuðningsmenn Forest mjög sárir út í Kinnear, og er hann einn af óvinsælustu þjálfurum í sögu félagsins, auk Gary Megson (hinn þjálfari Forest þetta örlagaríka tímabil).

Að vísu gerði hann góða hluti með Wimbledon á sínum tíma, auk Luton, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann “hætti” hjá Forest.

En nú er spurningin: Hvert er álit ykkar á þessari ráðningu Kinnear?