Ein ástæða. Van der Sar. Hefði hausinn á honum verið í lagi þá hefði þetta verið jafntefli. Með 11 gegn 11 skoraði Liverpool tvö mörk og átti eitt færi. Annað markið og færið var Van der Sar að kenna.
Don't get me wrong, sóknarleikurinn var hörmulegur í leiknum og United átti ekki skilið að vinna en þeir hefðu alveg átt að ná jafntefli því vörnin var nokkuð solid. Þeir hefðu þess vegna geta unnið hann því á þessum nokkrum mínútum sem þeir gátu eitthvað náðu þeir að skora en mistök gáfu Liverpool mörk hreinlega.

Ég er á því að taktíkin til að byrja með var röng. Liverpool átti miðjuna. Stuðningurinn frá Rooney, sem var ásamt Anderson slakasti útivallarleikmaður United í byrjunarliðinu. Þar vannst leikurinn rétt eins og í seinustu tveim viðureignum. Þar eignaði Anderson sér Gerrard og Mascherano báða og United vann. Núna voru Liverpool með yfirburði á miðjunni og unnu. Einfalt. Hann hefði átt að hafa venjulegan 4-4-2 og hafa einn framherjanna á bekknum.

Þetta tap hefði ekki verið svo fúlt ef það væri ekki vegna markanna sem voru skoruð. Veit ekki af hverju. Kannski vegna þess hvernig Liverpool hafa unnið leikina hingað til á tímabilinu.

En vonandi er þetta sparkið í rassinn sem liðið þurfti. Slöpp byrjun rétt eins og í fyrra, þó að hún sé betri eins og er núna.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”