Fjölmargir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið tilnefndir til verðlauna sem fótboltamaður ársins í Evrópu. Tilnefningarnar voru opinberaðar af UEFA í morgun.

Alls eru 17 af 25 leikmenn sem eru tilnefndir úr ensku úrvalsdeildinni. Chelsea, Manchester United og Liverpool komust öll í undanúrslit Meistaradeildarinnar og United vann Chelsea í úrslitaleiknum svo þetta kemur ekki á óvart.

Þjálfarar þeirra liða sem komust í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili munu í næstu viku kjósa um sigurvegara. Valinn er besti knattspyrnumaður Evrópu og auk þess einstaklingsverðlaun fyrir besta markmanninn, varnarmanninn, miðjumanninn og sóknarmanninn.

Hér að neðan má sjá tilnefningarnar:

Markvörður ársins: Manuel Almunia (Arsenal), Petr Cech (Chelsea), Manuel Neuer (FC Schalke 04), Jose Reina (Liverpool), Edwin van der Sar (Manchester United).

Varnarmaður ársins: Jamie Carragher (Liverpool), Rio Ferdinand(Manchester United), Carles Puyol (Barcelona), John Terry (Chelsea), Nemanja Vidic (Manchester United).

Miðjumaður ársins: Michael Essien (Chelsea), Cesc Fabregas (Arsenal), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Paul Scholes (Manchester United).

Sóknarmaður ársins: Didier Drogba (Chelsea), Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Manchester United), Wayne Rooney (Manchester United), Fernando Torres (Liverpool).



Ég spyr hvernig spáiðið þið þessu?

Mín spá:
Markvörður ársins: Manuel Neuer (FC Schalke 04)
Varnarmaður ársins: Carles Puyol (Barcelona)
Miðjumaður ársins: Cesc Fabregas (Arsenal)
Sóknarmaður ársins: Fernando Torres (Liverpool)

Ógeðslega erfitt að velja besta gæjann þegar allir sem eru tilnefndir eru ógeðslega góðir og ekki hægt að gera uppá á milli.
Fólk er líka með mismunandi skoðanir.
En ég held að þessi þrír sem ég valdi sem eru frá Spáni eiga skilið að fá verðlaunin fyrir besta mann í sinni stöðu.
Er btw mikill aðdáandi Spænskalandsliðsins og Liverpool.

Bætt við 28. ágúst 2008 - 22:22
úrslit…..

Petr Cech var markvörður ársins.
John Terry varnarmaður ársins.
Frank Lampard miðvallarleikmaður ársins.
Cristiano Ronaldo sóknarmaður ársins.

mín spá lofaði ekki góðu:D
kv.