17. janúar 2002



Sir Alex Ferguson er ánægður með frammistöðu Gary Neville sem miðvarðar í seinustu leikjum Manchester United.
“Gary hefur verið magnaður. Hanner í fínu formi og ég vil ekki taka hann út úr miðju varnarinnar miðað við það hvernig hann er að spila.”
“Gary Neville hefur náttúrulega hæfileikar miðvarðar. Hann er góður skipuleggjandi og talar mikið, sem skiptir máli í stöðunni.”
“Hann smellur alltaf vel inn í þessa stöðu þegar ég set hann þangað. Hann lék sem miðvörður með unglingaliðinu og hann hefur alltaf leikið þar annað slagið.”
“Þroski hans og reynsla hafa vegið upp á móti því hversu lágvaxinn hann er. Hann staðsetur sig vel og er líkamlega sterkur. Hann og Laurent Blanc eru að standa sig vel.”
“Blanc hefur hæfileikana í loftinu og er flinkur með boltann. Gary skilar honum vel frá sér og er fljótur.”
“Laurent hefur stöðug áhrif. Hann róar menn niður og þá getur Gary skipulagt menn. Við þörfnuðumst málgleði Gary. Hún hefur bætt vörnina til muna.”