Ég er eflaust ekki sá eini sem hef verið að velta fyrir mér næstu leiktíð Chelsea. Nýr þjálfari og mikið í gangi á leikmannamörkuðum.

Nú eru þegar 2 leikmenn farnir á brott frá brúnni, miðjumennirnir Steve Sidwell og Claude Makélélé. Spurning er um hvort að Didier Drogba fari eða verði um kyrrt, en hann virðist skipta um skoðun á 5 mín. fresti og er í algjörum vandræðum með að ákveða sig. Kaupin á Deco voru mistök… höfum ekkert að gera við nýjan miðjumann sem er komin á sín seinustu ár í boltanum, 28 ára gamall, með Lampard, Essien, Ballack, mikel og fleiri leikmenn sem geta spilað á miðju. Reyndar náðu þeir Deco og Lampard skemmtilega vel saman á móti Guangzhou Pharmaceutical í Kína seinustu helgi en leikurinn endaði 4-0 og mjög auðvelt að líta vel út í liði einsog Chelsea á móti slakara liði.

Held að það verði líka bara vandræðalegt að þurfa að geyma heimsklassaleikmenn á bekknum einsog í fyrra þessvegna vil ég skipta út gömlum og kraftlitlum leikmönnum ensog Shevchenko og Belletti (og Deco) fyrir unga og ferskari leikmenn, t.d. held ég að það myndi styrkja og ferska upp á hópinn með spretthörðum leikmönnum einsog Robiniho.

En hér kemur byrjunarlið einsog mér finnst það vera best ef við fáum ekki fleiri leikmenn, kannski kemur ekki mikið á óvart en:

————————-Cech——-
———-Ferreira—Terry—Carvalho—Wayne Bridge

—————– ——-Essien—
——————–Ballack—Lampard—

Joe Cole ———————————SWP
———————–Drogba


Sub: Malouda, Anelka, Mikel, Alex, Cudicini



endilega kommenta og segja ykkar skoðun á byrjunarliði og öðru ;D