Valið stendur um Vieira og Sheva
Stjórnarformaður Real Madrid, Florentino Perez, segir að Frakkinn snjalli Patrick Vieira og
Úkraínumaðurinn Andrei Shevchenko séu efstir á óskalista Real Madrid. Hann
hefur einnig greint frá því að Jorge Valdano sé að fylgjast með þeim tveimur og að
liðið muni kaupa einn nýjan mann fyrir næsta tímabil. Perez segir að taktíkin sé að
fá heimsins bestu menn til liðsins og hann segir að Alessandro Nesta sé alls ekki inni
í myndinni og það eru bara orðrómar fréttamanna. Einnig sagði hann að það sé bull að þeir eru með alltof marga stjörnu menn því áhorfendur eru mjög ánægðir og ætla endilega að fá sér fleiri.
“Valdano er smekkmaður og hann hefur kosið Vieira og Shevchenko. Ég kann að
meta þá báða. Við erum þegar með okkar eigin Nesta, það er Pavon og hann
stendur sig afar vel. Við viljum fá leikmenn sem passa inn í kúltúrinn hjá Real
Madrid. Það er mjög mikilvægt.”