Steve McClaren hefur fyrstur stjóra rætt opinberlega um áhuga
sinn á að kaupa Dwight Yorke. Í síðustu viku bárust sögur um
að Boro hefði boðið 7 milljónir punda í leikmanninn en þó
enginn fótur hafi verið fyrir því hefur félagið áhuga. McClaren
segir að Yorke myndi styrkja lið sitt verulega. “Ég þekki Dwight
mjög vel og tengist honum síðan ég var hjá Man United. Ég
veit hve frábær leikmaður hann er og hve mikill styrkur hann
yrði fyrir Middlesbrough.”
Stjórinn segir að fjárhagurinn hefti sig en samt sé verið að spá í
hvaða möguleikar séu fyrir hendi. Lið Fulham, Sunderland og
West Ham hafa öll verið orðuð við Yorke en McClaren er fyrstur
til að opinbera girnd sína.