Hvernig eru menn að sér í þessum málum? Ég les fréttir hvaðan af varðandi Man Utd og ætla að deila þeim hér. Ekki slæmt ef einhverjir geri það með sín lið.

Það helsta er framherjaleitin hjá Ferguson. Þeir helstu eru taldir vera Klaas Jan Huntelaar en samkvæmt umboðsmanni hans er hann hrifinn af Man Utd og vill spila í ensku deildinni.
Hinn er Luis Fabiano hjá Sevilla. Hann hefur ekki verið mikið í markaskoraraumræðunni á Íslandi en hann hefur hingað til sett 33 mörk fyrir Sevilla í 38 leikjum. Hann er með einhverja klausu í samningum sem gerir það að verkum að Sevilla geta ekki fengið þessar upphæðir sem þær hafa boðið í hann og hann getur farið ef hann vill ef rétt verð er boðið. Sambærilegt ‘release clause’ úr manager fyrir þá sem kannast við.
Sjálfur vill ég ekki fá hann því eitt gott tímabil hjá 27 ára gömlum manni. Auk þess er hann þekktur fyrir stórt skap. Honum semur því oft ekki við alveg alla.

Ferguson er líka vera sagður vera kaupa bólivískan ungling frá Cruzeiro, Marcelo Moreno. Veit ekkert um hann svo sem annað en að Napoli og Shakthar Donetsk.

Wigan tvíeykið Antonio Valencia og Wilson Palencia eru sagðir vera líka á óskalistanum.

Fyrir framtíðina ætlar Fergie að fá sér ungling frá Roma sem hefur neitað nýjum samning þar á bæ. Sá kumpáni heitir Davide Petrucci. Hef svosem ekkert tekið eftir honum áður og þó hef ég verið Roma í manager. Spurning hvort að addikongur viti e-ð meira um hann.


Á hinum endanum eru þrjú nöfn nefnd til þess að fara líklega frá United. Meiðslahrúgan Saha er líklega sá sem menn eru sjálfsagt hálffegnir við að fari. Pique er svo víst e-ð með heimþrá og Chris Eagles vill fá að spila. Hann á heldur því miður lítið í Nani og sem hægri kantur fær hann því fá tækifæri.

Einn leikmaður hefur líka verið í umræðunni en nú virðist Chelsea ætla fá hann ef marka má fréttir. Sá maður er Jose Bosingwa en Chelsea eru tilbúnir að reiða fram 16m punda til að kaupa hann. Ég sé svo sem ekkert eftir því því þetta er sami peningurinn og Nani og Anderson komu á og ég er sannfærður að þeir séu betri en hann. Auk þess er hann varnarmaður og þeir eiga ekki að vera svona dýrir nema í hæsta klassa :)

Þetta er það sem ég hef lesið. Fyrir þá sem vilja vera jafn uppfærðir í fréttum og ég geta farið á www.newsnow.co.uk og velja svo sitt lið í flipanum vinstra megin á síðunni. Eins og þið sjáið strax að þá eru þetta fréttir hvaðan af úr heiminum þannig að þið fáið fréttirnir líklegast fyrst þar.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”