Jææja, seinna í dag spila Chelsea sinn næstsíðasta deildarleik gegn Newcastle á útivelli og síðan er það loka umferðin næstu helgi og svo að sjálfsöðgu mætast Manchester United og Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið eiga möguleika á tvennunni og því spyr ég, hvernig fer þetta?

Úrvalsdeildin - Man Utd - Drogba sækir öll þrjú stigin í Newcastle og Chelsea leika öruggan leik gegn Bolton á Brúnni um næstu helgi en það verður til einskis þar sem Englandsmeistararnir klára Wigan 0 - 2, Ronny og Rooney með mörkin.

Meistaradeildin - Man Utd - Engin spurning að mitt persónulega álit liti þessa spá, en ég hef það samt gríðarlega sterkt á tilfinningunni að Sir Alex og hans menn klári þennan leik. Það kann enginn jafn vel á stóra sviðið og Skotinn á meðan reynsluleysi Grant og félaga stígur þeim til höfuðs. Úrslitin verða 2 - 1. Ronaldo kemur Rauðu Djöflunum yfir í fyrri hálfleik en svo fljótlega í þeim seinni kemur jöfnunarmarkið frá Ballack. Það verður svo Wayne Rooney sem klárar leikinn 10 mínútum fyrir leikslok eftir einhver skelfileg mistök Chelsea manna. Það sagt, þá væri það draumi líkast ef Scholes myndi setja mark í leiknum.


Jææja, látið vaða.