Fyrri hálfleikur búinn og vá hvað Eboue var lélegur, ólýsanlegt. Inná með Walcott!!
Síðan er Adebayor alltaf að klúðra samskonar færi í hverjum einasta leik. Gerir alltaf það sama þegar hann fæ svoleiðis færi, þ.e. reynir alltaf að setja boltann í fjærhornið, hvar er eiginlega frumleikinn??

Bætt við 13. apríl 2008 - 17:32
Leikurinn búinn og 2-1 fyrir United. Kannski var það bara sanngjarnt. Arsenalmenn kláruðu bara ekki færin sín. Meira að segja reyndu United-menn að skora í eigið mark tvívegis :D

Nú, það vantaði náttúrulega Flamini. Gilberto var of hægur og ryðgaður og hreinlega ekki lengur leikmaðurinn sem hann var einu sinni. Bendtner kom inná og kom sér í 2-3 færi sem var vel gert.
En hvað með Adebayor? Einu sinni þegar Bendtner brunaði fram með boltann í skyndisókn þá stóð Adebayor bara úti á kantinum… Hvað var hann að gera? Hann er sko sóknarmaður og hann er sko enginn Henry!! Hættu að hanga þarna á kantinum!!!
Ohh, ég get bara ekki beðið eftir því að Eduardo byrji að spila aftur :S
Svo sem hægt að segja meira en þið gerið það bara.

Tímabilið sem sagt búið hjá Arsenal og Wenger hlýtur að fara að byrja að spá í leikmannakaup.