Allt í lagi, ég var að horfa á leikinn og snemma í leiknum skoraði Torres fyrir Liverpool. Ég er ekkert að gagnrýna Yakubu þegar Everton missti boltann og svo var rangstæða á einhverja tvo leikmenn þarna í Liverpool. Sko þetta finnst mér fáránlegt því dómarinn dæmdi ekki neitt á þetta. Ég er Everton maður og sjálfsagt koma einhverjir Liverpool fans með einhver skítköst á þennan kork og mér gæti bara ekki verið sama. Everton hefur ekki ennþá fengið vítaspyrnu á leiktíðinni, lentum reyndar í vítaspyrnukeppni við Fiorentina og töpuðum þar en annars höfum við lent á lélegum dómurum sem vilja bara ekki dæma Everton vítaspyrnu hvernig sem brotið er á leikmönnum Everton. Þetta er ekki væluþráður eða neitt vildi bara koma þessu á framfæri. Góður leikur þarna áðan og er Liverpool eiginlega bara öruggur með 4.sætið í deildinni en það er augljóst að Everton ræður ekki við Meistardeildina strax þar sem þeir komust bara í 8.liða úrslit í Evrópukeppni Félagsliða. Vonandi gengur þeim bara betur næst og enda þá í 4.sæti eins og í fyrra og skildu Liverpool eftir með sárt ennið í 5.sæti.

Takk fyrir mig og áfram Everton!