Liverpool menn sluppu heldur betur með skrekkinn á Upton Park í
Lundúnum þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli við West Ham. Fyrsta mark leiksins skoraði Sinclair á 24 min. og staðan var þannig í leikhléi. Liverpool sótti aðeins í sig veðrið í seinni hálfleik en með erfðileikum. Þegar 2 min voru eftir af venjulegum leiktíma, sem sagt á 88. mín skoraði Michael Owen jöfnunarmarkið og jafnframt 100 mark sitt í deildinni. Liverpool eru nú í 4. sæti með 37 stig og eiga leik til góða gegn Bolton á Anfield en West Ham hengur í 11. sætinu með 25. stig eftir 20 leiki.
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)