Lazio og Roma áttust við í kvöld í mögnuðum leik sem endaði 3-2 fyrir mínum mönnum í Lazio.
Það voru væntanlega ekki margir hér sem horfðu á hann þar sem það voru leikir í enska. Ég hefði alveg viljað getað séð bæði þennan og Chelsea leikinn.
En það var fjör í þessum frá upphafi til enda. Fyrir utan smá kafla í lokinn þar sem menn voru svoldið mikið að meiðast og leikurinn stoppaði.

Roma komust í 1-0 með algeru heppnismarki þar sem Behrami skaut í Taddei og inn en Pandev jafnaði fyrir hálfleik.

Hörkuspenna var allan síðari hálfleik þar sem Lazio komust yfir með vítaspyrnu (smá umdeild kannski) en Perrotta jafnaði eftir flotta sókn.
Behrami skoraði svo sigurmarkið þegar það voru komar 3 mínútur fram yfir 90 mín.

Þó svo að ég haldi með Lazio þá hefði ég ekkert verið mikið á móti því hefði Roma unnið og þar með minnkað forskot Inter á toppnum þar sem að Inter náði bara jafntefli við Genoa.

Vonandi að Lazio haldi áfram að safna stigum og nái í UEFA keppnina á næsta tímabili.