Jæja svo að Barnsley tóku þetta bara, 1-0 verðskuldað að mínu mati, flott lið sem spilaði venjulegan bolta á móti sjálfum Chelsea(ekki sóknarbolta eða varnabolta).
Held með City en djöfull er ég stoltur af þeim, hef sjaldan sem aldrei séð svona þvílíka baráttu hjá liði, bara ÆTLUÐU að vinna leikinn ekkert jafntefli og Stamford Bridge kjaftæði bara sigur og Wembley!
Finnst of mikil athygli á Portsmouth-United og endalausa væl um að dómarinn hafi eyðilagt leikinn þegar United áttu skot í stöng, slá og tvisvar á línu,,, veistu þegar ég hugsa um það þá er það rétt, dómarinn eyðilagði leikinn!
Magnað hjá Barnsley, ég verð Barnsley maður í undanúrslitum og vonandi úrslitunm;)