mbl.is Íþróttir enski boltinn


Veröld/Fólk | 21.12.2001 | 11:51

Jákvæður þjálfari í enskri áhugamannadeild



Ég cobyaði þetta af mbl eins og kemur fram ég bara varð að senda þetta.



Enska áhugamannliðið Charlton B reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Orchard Park í sunnudagsdeildinni í knattspyrnu í Hull. Orchard Park fór með sigur af hólmi 46:2, en Charlton B hafði tapað leik 34:1 nokkrum dögum áður. Ekki er vitað til þess að fleiri mörk hafi verið skoruð í einum leik í áhugamannadeild á Englandi.

Þjálfari Charlton B, Geoff Moody, vildi ekki gagnrýna sína menn eftir leikinn, og sagði tapið fyrst og fremst stafa af því að hans lið hefði einungis haft átta menn inni á vellinum. Hann viðurkenndi að hann hefði ekki átt von á góðum leik þegar aðeins níu leikmenn mættu til leiks, og einn þeirra þurfti síðan að fara af velli fljótlega vegna meiðsla. Moody sagði ennfremur í viðtali við The Daily Star að lið sitt hefði skorað tvö frábær mörk, og það stæði upp úr eftir þennan leik.