Copy/Paste af http://www.chelsea.is


Gray hrósar Chelsea!!!!

18.12.01. Gamli harðjaxlinn og núverandi sérfræðingur Sky Sports sjónvarpsstöðvarninar Andy Gray hrósar í dag Chelsea fyrir leikinn gegn Liverpool og segir liðið hafa nýtt sér veikleika Liverpool til hins ýtrasta. “ Chelsea settu meiri pressu á varnarlínu Liverpool en ég hef séð nokkurt lið gera í vetur og þegar lið hafa eins góða framherja og Chelsea þá eiga þau alltaf séns. Eins og við vitum er vörnin sterkasti hluti Liverpool en hreyfing sóknarmanna þvert og á milli þeirra Hyppia og Henchoz er besta leiðin til að slá þá útaf laginu, Chelsea gerðu það með frábærum árangri. ” Jimmy Floyd stingur sér á milli varnarmanna. Petit og Desailly eru á góðri leið með að vera tilbúnir aftur í slaginn eftir meiðsli. Petit er farinn að hlaupa á fullu og mun að öllum líkindum æfa með aðalliðinu þegar að leikmenn snúa aftur til æfinga á miðvikudag eftir tveggja daga frí. 17 ára leikmaður frá Bristol City Liam Rosenior mun æfa með Chelsea þessa viku. Þessi piltur er sagður vera einn sá efnilegasti utan Úrvalsdeildar og auk Chelsea hafa West Ham sýnt honum mikinn áhuga. Rosenior getur bæði spilað sem miðvörður og miðvallaspilari. Ef Chelsea vilja fá hann þurfa þeir væntanlega að borga nokkuð háa upphæð þar sem piltur skrifaði undir þriggja ára samning við Bristol í sumar. Eiður Smári segir í dag að Chelsea séu ekki af baki dottnir í baráttunni um titilinn og segir að fyrir utan tapið gegn Charlton þá sé liðið búið að vera að spila mjög sannfærandi og að sjálfstraustið og stemmingin sé í góðu lagi þá skemmi ekki fyrir að þeir Emmanuel Petit og Marcel Desailly séu að verða klárir. Eiður segir líka að jólatörnin muni skera úr um framhaldið og að það séu mjög erfiðir leikir framundan hjá Chelsea gegn Bolton, Arsenal og Newcastle.

Leikir Chelsea næstu tvær vikur.

23.12.01. Chelsea - Bolton kl. 14.00
26.12.01. Arsenal - Chelsea kl. 11.30 ; beint á Sýn
29.12.01. Newcastle - Chelsea kl. 15.00
01.01.02. Chelsea - Southampton kl. 15.00
05.01.02. Norwich - Chelsea kl. 15.00