Djöfull var ég pirraður á Arnari Björnssyni og Leifi Garðarsyni í gær.
Ég horfði á Arsenal-Ac Milan og ætlaði svo að horfa á Lyon - ManU eftir það en markaþátturinn var á milli.
Ég horfði á hann til að sjá mörkin í hinum tveimur leikjunum sem báðir fóru 3-2, sem gera sem sagt 10 mörk.
En Arnar Björnsson þurfti endilega að segja að það hefðu verið 12 mörk skoruð í leikjum kvöldsins og það þarf þá engann geimvísindamann til að sjá að það voru tvö mörk skoruð í Lyon-ManU.
Ég heyrði reyndar ekki þegar hann sagði það en bróðir minn heyrði það en hann sagði mér samt ekki hvað það voru mörg mörk. En þá þurfti Leifur Garðarson líka að segja það þannig að ég vissi áður en leikurinn byrjaði að það væru tvö mörk í honum. Þannig að maður vissi svona eiginlega að ManU ætti eftir að jafna.