Það fer ekkert smá í taugarnar á mér þegar fólk er að afsaka liðin sín eins og maður hefur séð Arsenal menn gera, hvað með það þótt það vanti Sagna og Clichy? Það vantaði leikmenn í hitt liðið líka.

Og þetta “varalið” Arsenal var ekkert varalið. Hversu erfitt er það að segja að hitt liðið hafi verið betra en sitt lið geti unnið þá þegar þeir spila eins vel og þeir geta?

Annað sem ég þoli ekki en það eru náungar sem finnst bara sitt lið gott og öll önnur ömurleg. Ég sá eina þannig í gær, kona sem þekkir ekki góðan leikmann nema hann sé í ManUtd bol. Í hennar augum var Kaká meðalgaur sem átti að vera að spila með Stoke City!

En já, hættið að væla yfir því þegar ykkar lið tapar, það vinnur bara næst!