í þessum stórkostlega leik kom í ljós að Cicinho og Tonetto eru virkilega farnir að vinna saman og stórkostlegt að sjá vængspilið sem skaffaði ekki meira né minna en 25 skot. De Rossi farin að finna sig í miðjumanninum og verður betri með hverjum leiknum.

34 skot litu dagsins ljós frá Rómverjum og góð varnarvinna og markvarsla var sóknarmönnum Regina þyrnir í fæti og þó svo að nokkur frábær langskot komu frá Regina kom Brasílíska landsliðsmarkmanninum Doni ekki að óvörum.

2-0 sigur staðreynd og erum við að reyna okkar besta að bregða færi fyrir stórkostlega peningaveldinu Inter.

Guð minn góður hvað ítölsk knattspyrna er að gera sig í dag.

Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu Roma menn, áhugamenn um ítalska knattspyrnu og meira að segja Lazio menn.
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA