Um þjálfara sem láta persónuleg einkenni framyfir það sem er best fyrir liðið? Eins og hann Luis Aragones. Hann er alveg búinn að missa það. Enn og aftur velur hann ekki Raúl í hópinn en hann velur Bojan? Hvað hefur Bojan gert? Bojan er einmitt eitt af ástæðunum fyrir því að Barcelona getur ekki unnið meira en 1-0 þegar þeir vinna yfir höfuð. Raúl er hinsvegar á topplista yfir markahæstu menn í deildinni og í Meistaradeildinni.
Svo eru líka David Villa og David Albelda. David Villa hefur verið hræðilegur á þessu tímabili en reyndar er hann það góður. Albelda er hinsvegar ekki í hóp hjá Valencia og hefur ekki spilað þó nokkuð lengi og hefur Koeman sagt að hann sé ekki í plönunum hjá sér.
Auk þessara tveggja eru tveir aðrir Valencia-menn og það eru varnarmennirnir Marchena og Albiol. Vörnin hjá Valencia hefur verið einna óstabýlust í deildinni og eru varnarmennirnir út á þekju í hverjum einasta leik. Seinasti leikurinn þeirra var algjör brandari.

Samt sem áður heldur hann við þessa menn sem hafa hvorki sýnt það með liðinu undanfarið némeð landsliðinu í undankeppninni því Spánverjar eru ennþá þvílíkir underachievers.

Verð bara að lýsa yfir gremju minni yfir þessum 69 ára gömlum manni sem má fara segja það gott.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”