Ítalinn Cesare Maldini verið næsti
landsliðsþjálfari Paragvæ og stýrir
liðinu í heimsmeistarakeppninni á næsta
ári. Búið er að ganga frá samningi en
eftir á að skrifa undir. Varaforseti
Knattspyrnsambands Paragvæ tilkynnti
þetta í dag, en fyrrverandi þjálfari
liðsins, Úrúgvæinn Sergio Markarian var
rekinn nokkuð óvænt eftir að hann kom
Paraguay í úrslit HM. Maldini, sem er á
Ítalíu, fagnaði tíðindum og kvaðst
telja víst að Paraguayar hefðu gengið
að kröfum sínum úr því að þeir hefðu
tilkynnt þetta og hann færi þangað
eftir jól og skrifaði undir samninginn.