Núna líst mér ekki á blikuna. Sænski Sven er í einhverjum hugleiðingum að kaupa MANCINI af okkur Rómverjum. Ef það er satt er þetta svart moment í ítölskum fótbolta. Mancini hefur verið rosalega áberandi seinustu ár og er ein af undirstöðum hins gríðarskemmtilega Roma liðs.

Tæknin sem þessi maður er með hafa einungis nokkrir í heiminum og ef svo væri að Mancini færi í ensku deildina gæti sú tækni ekki notið sín þar, þar sem Mancini þarf pláss til að athafna sig, þó að sjálfsögðu sé hann svakalega góður í þröngum fyrirgjöfum og aðstöðum.

Ef ítölsk knattspyrna á að halda áfram að blómstra megum við ekki missa okkar skemmtilegustu leikmenn. Þó svo að hann færi og Roma fengi jafngóðan ef svo færi kannski betri þá væri liðið samt sem áður ekki eins því liðsheildin sem Roma skilar í dag er til fyrirmyndar.

Koma svo Rómverjar… FORZA ROMA
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA