Hver er ykkar uppáhalds leikur?

ég býst við því að margir United aðdáendur halda mikið uppá 7-1 sigurinn á mínum mönnum og er ég ekkert að afsaka neitt fyrir það þó margir gleyma fyrri leik liðanna.

En minn uppáhalds án efa er stórsigurinn á Inter í úrslitum Ítalska bikarsins. 6-2 fyrir mínum mönnum og einn af mínum uppáhalds leikmönnum fyrr og síðar Panucci með 2 góð mörk og náttúrulega Totti með opnunar markið sem fékk mig til að öskra úr gleði er ég horfði á leikinn.


http://www.youtube.com/watch?v=uswKA4XcRek

Á einnig tvo eftirlætis leiki sem eru tveir af skemmtilegustu fótboltaleikjum sem ég hef séð.

AC Milan 1-2 Roma
og AC Milan 3-4 Inter.

Allir voru þeir á síðasta tímabili sem var stórkostlegt í alla staði á Ítalíu og skilaði sér með því að Ítalir urðu heimsmeistarar, AC Milan evrópumeistarar og Ítalski boltinn með skemmtilegustu stórleikina enn á ný eftir að Juve drulluðu upp á bak.

Hvet alla sjónvarpsaðila til þess að sýna stórleiki ítalska boltans í beinni héðan í frá og styrkja stoðir fótboltans í hjörtu landsmanna. Því þeir sem segja að ítalski boltinn sé hundleiðinlegur hafa einfaldlega ekki vit á öðru.


Forza Roma og gleðilega hátíð hvort sem þið séuð kristin trúar, gyðingar, múslimir eða Liverpool aðdáendur.

Kv. Jólaaddi

Bætt við 29. desember 2007 - 21:04
djöfull er ég sætur.. shjiittt
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA