Þá er fyrri stórslagnum lokið og, rétt eins og á síðustu leiktíð, endar leiknum með sigri United manna þrátt fyrir yfirburði heimamanna.

Liverpool virðast ekki enn vera alveg komnir með mannskapinn til þess að blanda sér af alvöru í titilbaráttuna og að United eru einfaldlega enn númerinu stærri.

Ég veit að menn eiga eftir að benda mér á hið augljósa, sem er að tölfræði leiksins var Liverpool í hag. Voru þeir meira með boltann? Já. Áttu þeir fleirir marktækifæri? Já. Virtust þeir vera líklegri fyrir framan markið? Já. Gekk leikskipulag Liverpool upp? Nei.

Tvisvar voru Liverpool menn gríðarlega nálægt því að fá mark og bæði skiptin var það ekki leikmaður Liverpool sem skapaði hættuna. Nei, í bæð skiptin var það markmaður Manchester United, Edvin Van Der Sar, sem gerði mistök. Varnarleikur United var gríðarlega sterkur og Liverpool tókst aldrei almennilega að opna vörn Englandsmeistaranna og gekk því leikaðferð United manna fullkomnlega upp og spilaðist þessi leikur alfarið eftir þeirra höfði. Sem gestir á Anfield spiluðu þeir aftarlega, reyddu sig á skyndisóknir og uppskáru sigur.

Þetta var hálfgerð endurtekning á leiknum á síðustu leiktíð. Liverpool með betri tölfræði, en seigla United manna ásamt sterkum varnarleik skilaði þeim marki og þar með sigri.

Hver er svo skoðun manna á leiknum, almennt?