Eru fleiri sem þola ekki Hödda Magg að lýsa leikjum. Hann tekur oft stöðu með öðru liðinu og er bara ekkert hlutlaus. Talar svo nánast allan leikinn um hvað gengur illa hjá liðunum og hvað stjórarnir ættu að gera.

Var td að horfa á fyrri hálfleikinn í Fulham - Newcastle. Newcastle áttu aukaspyrnu frá kantinum og spörkuðu inn á fjarstöngina þar sem boltinn fór framhjá. Þá hraunaði Höddi yfir sóknarmenn Newcastle og sagði nokkurnveginn orðrétt.
Nei þetta gengur ekki. Ég skil ekki hvað leikmenn Newcastle eru að hugsa, ef þeir hefðu tímasett hlaupið hjá sér frábærlega og vonast til þess að boltinn færi framhjá öllum pakkanum á teignum þá hefðu þeir verið komnir í ákjósanlegt færi
Jahá, greinilega ekki flóknara en þetta - Fáviti..