Mikið svakalega er Vucinic góður “off the ball” hann er trekk í trekk að komast í gegnum varnir andstæðinganna og lenda einn á móti markmanni sem er sjaldséð í fótbolta í dag vegna góðs varnarleiks flestra liða í stóru deildunum. Sjá markið til dæmis á móti Dynamo þar sem hann stingur sér inn á milli varnarinnar og kemst alveg frír á móti markmanninum.

Drengurinn stendur sig frábærlega í fjarveru meistara Totti og kannski það sé að koma nýtt 4-2-2-2 þarna með Totti og Vucinic frammi á kostnað Perrotta kannski?

Annars er Roma að komast á svakalegt skrið og eftir stórsigurinn í Kænugarði þá stefnir allt í frábæran leik á Olympico þegar Rauða Horið kemur í heimsókn.

Vonandi verða allir heilir þá í báðum liðum svo við fáum stórkostlegt sjónarspil.

Over and out. FoRzA RoMa
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA