þetta var hræðilegt að horfa á og langar mig að gefa okkar strákum einkunn hér og nú

Árni Gautur var í ruglinu í þriðja markinu og fær einungis 5

Hermann Hreiðarsson var vel undir getu og fær 6

Grétar Rafn hljóp sig í vandræði oft á tíðum enda ENGINN sem vildi fá boltan oft á tíðum… fyrir slaka frammistöðu liðsfélaga hans fær hann skitna 6

Kristján var rotaður þarna í upphafi leiks og fær ekki einkunn, heppinn sá

Sverrir Garðarsson var stórkostlegur í sinni stöðu fyrir Danska landsliðið og komu öll mörkin í gegnum hann, léleg dekkun í fyrra markinu, afsakið HRÆÐILEG dekkun. Hvað í anskotanum var hann að gera á kantinum þegar annað markið bar að? alltof seinn til baka í Jon Dahl. Og þriðja markið var bara djók, fékk hann sér snúð í leikhléi? letingi.is fær aðeins 3 í einkunn.

Ragnar var stöðugur og gerði færri mistök en hinar ballerínunar og fær 6.5, 0,5 fyrir skemmtilegan ballerínusnúning þarna í upphafi leiks þar sem hann leitaði alls staðar, meira að segja til himna eftir boltanum en datt ekki í hug að hann væri við lappir sínar. Klárlega ljóshærður.

Brynjar Björn var í ruglinu og fær ekkert nema 5 fyrir að vera mjög skemmtilegur karakter.

Emil Hallfreðsson var hræðilegur.. HRæðILegUR, ég skildi að Sverrir gæti ekki blautan negraböll en guð minn góður.. Þessi maður spilar með Reggina en það mætti halda að maðurinn væri í varaliði Fjölnis.. 2 í einkunn fyrir að vera góður, en samt sem áður hundlélegur..

Teddy var ljósið í myrkrinu eins og einhver orðaði svo ljóðrænt. Stóð sig frábærlega og skapaði frábær færi fyrir O2 sem er að sjálfsögðu súrefnið sem flaut fyrir framan markið hjá Dönum. Fær 9 fyrir flott tilþrif og fyrir að gera mig blautan í sæti mínu.

Veigar Páll var ágætur í 5 mínútur, hinat 85 mínúturnar gerði hann ekkert spes. Skemmtilegur leikmaður en með undirhöku greyið. Verður að skreppa í ræktina og verða fljótari.. tæknin er í lagi en gerir ekkert að viti með þessi óþarfa kíló. skelli 6 á hann

Stefán Gíslason átti flotta stoðsendingu fyrir Bendtner en það klúður skrifast 80% á Sverrir sem hljóp úr stöðunni sinni í mann sem hemmi og ragnar voru þegar í og skildi Bendtner eftir ALEINAN eins og spasdískur þriggja ára pandabjörn. Annars átti hann góða parta og slæma. Með skárri mönnum íslenska Amatöralandsliðsins og á skilið feita 6.5

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er ein tæknihemlaðasta manneskja sem ég hef séð spila knattspyrnu. Hvernig ferðu að því að komast framhjá varnarmönnum með því að hlaupa beint á þá? Hann þarf að slaka á því að spila Portal og læra að gera skæri og beygja. Stóð sig eins og venjulega… ein lítil og skrautleg 5.5


Varamennirnir voru mjög spes og sá ég ekki glita í smettið á Eggerti þó ég sé mjög ánægður með að hann fái að spreyta sig með stóru stelpunum. Ásgeir átti flott skot og átti að koma inná mun fyrr. Þó hanns é FHingur þá má hann eiga að hann kom mér mjög á óvart.Það er augljóst að Óli Jó hefur mikla vinnu fyrir höndum og þarf að hleypa AGA í svikarana Eið og Heiðar Helguson enda vantar okkur helvítis sóknarmenn. Föðurlandssvik og ekkert annað og það vita þeir.


og þá er það bara eitt að segja fyrir EM í Sviss og Austurríki


FORZA AZZURI… MERDE FRANCIA
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA