Þannig fór sá stórleikurinn. Klárt mál að þessi tvö lið eiga eftir að hertaka og halda efstu tveim sætum deildarinnar allt tímabilið nema að Chelsea séu hugsanlega að finna sitt gamla form.

Annars sem United maður er ég sáttur með úrslitin, þótt það hafi verið grútfúlt að missa leikinn í jafntefli í uppbótartíma. Það eru þó ekki mörg lið sem fara á Emirates og ná forskoti tvisvar og taktískt var leikur United frábær.

Sanngjörn úrslit, Arsenal voru líflegri þótt að við fengum betri færi. Það segir þó hinsvegar ýmislegt um gæði minna manna í Manchester að Arsenal rétt klóruðu í jafntefli á síðustu mínútum uppbótartíma og það á eigin heimavelli.

ARSENAL 2
Fabregas (48), Gallas (90)

MANCHESTER UNITED 2
Gallas o.g (45), Ronaldo (82)