Sissoko stóð sig frabærlega. Ef hann missti ekki boltann svona oft frá sér væri hann besti leikmaðurinn í hverjum leik. Hann hleypur meira en allir aðrir, endurheimtir fleiri bolta en aðrir og dekkar svæði fyrir samherja sína. Hann verður að bæta markaskorun sína en ég er mjög ánægður með hann.

Þetta hafði Rafa að segja um Sissoko sem var að mati hans besti (einn besti) leikmaður vallarins.

Einnig afsakaði hann það að taka Gerrard útaf með þeim rökum að leikmenn hefðu verið að missa of mikið boltan, ekki að klára nógu vel sendingar og að Gerrard hefði spilað með af (takið eftir) OF MIKILLI ástríðu :)

ALLIR sem sáu þennan leik og hafa eitthvað vit á knattspyrnu gátu séð að Sissoko spilaði skelfilega! Það kom bara ekkert útúr honum! Gaf stórhættulegar aukaspyrnur, hélt boltanum illa og henti sér í jörðina í leikaraskap hvert skipti sem hann var kominn í vandræði, Gat ekki afgreitt einföldustu sendingar og ef hann vann tuðruna þá tapaði hann henni STRAX aftur!

Á meðan var Gerrard skipt útaf af þeim rökum að hann héldi ekki boltanum nógu vel og það vantaði að klára fl sendingar. Veit ekki lokatöluna en í hálfleik var Gerrard með flestar kláraðar/heppnaðar sendingar á vellinum eða yfir 20.

Að lokum vill ég lasta Rafa fyrir að saka Lescott um leikaraskap þarna í lokin þegar Everton áttu að fá víti. Fanst þetta bara alger óþarfi af honum því það sást greinilega að Carra braut af sér.

Vil taka það fram að ég er Liverpool maður og mjög ánægður með sigurinn og að heppnin hafi dottið okkar megin í þetta sinn (sem virðist gerast alltof sjaldan) Hef haft mikla trú á Lucas og var mjög sáttur með hans leik. Var að röfla allan leikinn um hvenær það ætti að skipta honum inná fyrir Sissoko. Það sem skyggir á sigurinn er samt sem áður þessar óútskýranlegu skiptingar Benites. Hann tekur vinsti og hægri kantmennina útaf þegar liðið þurfti mest að spýtí lófana og skora mark. Það hefði alveg verið hægt að skipta Babel, Lucas inná fyrir veikari hlekki og þá fengið þetta boost sem þeir komu með í leikinn. En það verða ekki alltaf rauð spjöld og vítaspyrnur sem redda okkur með þetta caos sem Rafa kallar leiktaktík.