Stór dagur fyrir íslenskan leikmann að nafni Emil Hallfreðsson að spila í fyrsta sinn á móti piltunum frá Eilífu borginni Róm. Emil var í byrjunarliðin og stóð sig með stakri prýði og var ógnandi á miðjuni hjá Reggina.

Byrjunarlið Rómverja var skipað

Doni í markinu

Varnarmenn: Cassetti, Mexes, Juan, Tonetto

Miðjumenn: Aquilani, Perrotta, Giuly, De Rossi, Taddei

í Framlínuni var að sjálfsögðu meistari Totti


á bekknum voru Cicinho, Brighi, Curci, Esposito, Ferrari, Mancini og Pizzarro


Roma menn voru allan tíman mikið betri en Reggina þó Reggina menn áttu nokkrar hættulegar sóknir þar sem þeir náðu ágætis skotum sem Doni varði eins og hann væri að drekka vatn. Campagnolo í markinu hjá Reggina varði eins og vitfirringur á tímabili og leit allt út fyrir að hann yrði maður leiksins.

En á 51. mínútu átti Francesco Totti fáránlega stoðsendingu á Juan sem tók frábært viðstöðulaust skot af stuttu færi sem Campagnolo átti ekki séns í að verja. ROMA 1 - 0 REGGINA.

Eftir markið sóttu Roma menn heldur betur í sig veðrið og gáfu Reggina mönnum ekki séns á boltan. Baráttan hjá Roma mönnum sýndi og sannaði að þarna er á ferð lið sem á séns í alla bikara sem þeir keppa um. Eftir stórkostlega spilamensku frá miðsvæðinu fær Simone Perrotta boltan upp á hægri kannt og sendir lágan bolta á Aquilani sem lætur boltan fara framhjá sér með laglegri gabbhreyfingu beint til Totti sem þrumar honum með hægri fæti í markið hjá Reggina og kemur Roma í 2-0. Roma menn halda áfram að sækja alveg fram að leikslokum og halda boltanum sérlega vel á milli manna.

Lokatölur eru 2-0 fyrir mínum mönnum frá Róm.

Til að sýna yfirburði Rómverja þá er hægt að skoða tölfræðina úr leiknum.

Reggina Roma
Shots (on Goal) 7(2) 25(9)
Fouls 21 12
Corner Kicks 1 4
Offsides 1 0
Time of Possession 32% 68%
Yellow Cards 3 2
Red Cards 1 0
Saves 7 2


FORZA ROMA
Addikongu
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA