Þegar er verið að tala um spútník lið væri þá ekki fínt að hafa liðin sem komu upp í fyrra í möguleikunum? Varla hægt að tala um spútník lið í neinu af þessu, Everton, Tottenham og Newcastle öll góð lið sem að maður býst við að raði sér fyrir aftan 4 efstu, jafnvel geri tilkall til sætis þar.. þau þyrftu að vinna deildina eða þvíum líkt til að vera spútník lið.

Bolton eiga líka að vera í sama klassa og hin 3 en að mínu mati duttu þeir niður um styrkleikaflokk eftir að Big Sam fór. Svo eru Pompei, Blackburn, Aston Villa og West Ham líka svona á svipuðu róli þótt að það kæmi ekkert neitt rosalega á óvart ef West Ham næðu góðum árangri.

Ef Wigan myndu hins vegar ná fyrir ofan top 10 þá gerðu þeir tilkall til Spútník liðsins að mínu mati, allavega þá vantar klárlega Sunderland, Derby og Birmingham í þessa könnun, væri fínt að hafa spútník lið síðasta árs þar líka, Reading. Helst bara öll liðin - þessi top 4 ;)

En eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að Man City taki þennan titil enda bjóst ég engan vegin við að þeir myndu sigra 3 fyrstu leikina, en þeir eru að missa dampinn núna.

Vonast þó eftir að Sunderland massi þetta.