Antonio Puerta, fyrrverandi leikmaður Sevilla hefur verið úrskurðaður látinn.

Þessi 22 ára gamli leikmaður var búinn að vinna sér sæti í spænska landsliðinu og var framtíðin björt fyrir hann. Kærastan hans á von á sér eftir 2 mánuði.

Ég hélt alltaf uppá þennan leikmann. Ég er orðlaus yfir þessu öllu saman. Ég var að horfa á leik Sevilla og Getafe þegar hann hneig niður og varð strax skíthræddur um hann. Mér létti óskaplega þegar ég sá hann standa á fætur og labba útaf. Fréttin í morgun á fotbolti.net kom mér því hræðilega á óvart. Þetta er hryllilegt atvik.

Ég vildi bara fá skoðanir manna á þessu.

PS. Finnst ykkur, eins og mér, alveg frá því Marc Vivien-Foe lést, þá séu knattspyrnumenn að stráfalla um allan heim?