Af Gras.is:
Vandamál Manchester United í vetur hafa verið á allra vörum í vetur og eru menn ekki á eitt sáttir við það hverjum sé um að kenna þetta slæma gengi. Sumir segja að koma Veron hafi riðlað skipulaginu á miðjunni, aðrir segja að sóknin hafi lamast án Sheringham og svo má að sjálfsögðu benda á Fabien Barthez sem hefur gefið nokkur stigin í vetur.
Blaðamennirnir á onefootball.com segjast þó hafa fundið vandamálið.
United hefur þegar tapað fjórum leikjum í deildinni í vetur, fyrir Bolton, Liverpool, Arsenal og Newcastle, og ef þeir tapa fyrir Chelsea um helgina þá verða töpin fimm.
Segjum að United tapi fyrir Chelsea, þá geturðu sett saman upphafsstafi liðanna sem United hefur tapað fyrir og færð út: B-L-A-N-C.
Tilviljun eða hvað?
