Fréttir frá Argentínu segja að Juventus sé að undirbúa það að reka Lippi ef gengi Juventus batnar ekki og ráða í staðinn þjálfara argentíska liðsins San Lorenzo, Manuel Pellegrini sem er frá Chile. Hinn 47 ára gamli Pellegrini hefur náð frábærum árangri með San Lorenzo í vetur, San Lorenzo eru komnir í úrslit Mercosur keppninar og eru í fjórða sæti í opening í Argentínu. Pellegrini á að hafa hafnað tilboði Boca um að þjálfa liðið og sett seglin á að þjálfa í Evrópu. Pellegrini hefur gráðu í Verkfræði og talar fimm túngumál. Samningur hans við San Lorenzo rennur út í Desember á þessu ári.