Eitt stig eftir fjóra leiki, markatalan allt að því hlægileg og ekkert gengur upp! Hvað er í gangi hjá KR? Hvar liggur vandamálið? Það er eins gott að finna vandann strax þannig að það gerist ekki eitthvað þaðan af verra svo ekki sé meira sagt. Ég get því miður ekki rakið vandann en auðvitað er alltaf litið á þjálfarann þegar illa gengur og ég held að það geti vel verið að Teitur sé ekki að standa sig sem skyldi. Það eina sem ég tel mig vita að er að klikka er Bjöggi. Hann getur ekki rassgat. Hann hvorki getur hlaupið né skilað boltanum frá sér eins og maður. Hvað þá skorað. Maðurinn gjörsamlega getur ekki neitt og ég næ því ekki hvers vegna ekki er búið að taka hann úr liðinu. Annars tel ég mannskapinn ekki vera vandamálið en eitthvað er það? Ég held nú að það sé slatti af KR-ingum hérna inná og því spyr ég ykkur: Hafiði einhverjar hugmyndir um hvað mætti betur fara?