Les Ferdinand leikmaður Tottenham Hotspurs í ensku úrvalsdeildinni, var ekki ánægður með framkomu stuðningsmanna liðsins eftir leikinn gegn Arsenal á laugardaginn. Leikmenn Arsenal yfirgáfu völlinn rúmlega klukkustund eftir að leiknum lauk sem endaði 1-1. Aðdáendur Tottenham bið eftri bifreiðinni og grýttu hana með flöskum og dósum. “Svona á þetta ekki að vera knattspyrnan snýst ekki um þessa hluti” sagði Ferdinand. “Við bjuggumst við góðri stemmningu á leiknum og það er alltaf sérstakt að leika gegn Arsenal. Að þessu sinni var andrúmsloftið haturslegt og það mátti reyndar búast við því. En að kasta flöskum inn á völlinn og jafnvel í varamannaskýli heimaliðsins er óskiljanlegt”. sagði framherjinn.