Eins og flestir vita fékk Ronaldinho eins leikja bann fyrir athæfi sitt í leiknum gegn Getafe.

Hvað er í gangi! Hvernig getur þetta verið eins leikja bann. Í fyrsta lagi er þetta beint rautt spjald og oftast eru tveggja leikja bann fyrir það. Það sem Ronaldinho gerði var að sparka í mann sem hafði verið í honum fyrir það að brjóta á honum. Það er óíþróttamannsleg og ofbeldishneigð hegðun og á skilið að minnsta kosti þriggja leikja bann.
Fyrir mér er enginn önnur útskýring fyrir þessu en að Barcelona áttu inni greiða hjá aganefndinni eða að peningar koma við sögu. Beckham er t.d. alltaf að gult spjald fyrir að gera ekki neitt af sér og Ronaldinho sleppur með þetta. Skandall og ekkert annað.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”