Áður enn menn frussa mig til sjúkdóma þá bendi ég á þennan tengil:

http://mbl.is/mm/enski/frett.html?nid=1267773

Ég er viss um að skiptar skoðanir séu á þessum orðum Gattuso en best er að ég byrji bara.

Maðurinn hittir með ummælum sínum naglan á höfuðið. Liverpool spila eins og ítalir fyrir 10 árum, leiðinlegt varnarsinnaðan bolta þar sem áheyrsla er lögð á það eitt að vinna. Að sjálfsögðu á að vinna, en ólíkt United þá forðast Liverpool alfarið allt sem flokkast undir “skemmtileg knattspyrna”.

Manchester United hafa spilað frábæran fótbolta í vetur og verið besta félagið á englandi í ár, enda eru þeir er með frábæran mannskap, spila árangursríkan sóknarbolta og svo virðast hlutlausir svoleiðis hella lofyrðum yfir lið Ferguson vegna þess að það spilar skemmtilegan fótbolta.

Á meðan United dregur að sér hylli þá talar enginn um öruggan varnarbolta Chelsea og Liverpool.

Fótboltans vegna þá vona ég svo sannarlega að AC Milan sigri þennan leik. Fólk tekur eftir því þegar lið vinnur bikar. Ef Liverpool verða krýndir Evrópumeistarar þá heldur fólk að best sé að spila fótbolta eins og þeir. Yngri kynslóð mun líta á þessar fyrirmyndir sínar og halda að varnarbolti sé besta leiðin til þess að leika knattspyrnu, þess vegna tel ég það nauðsynlegt, í nafni boltans, að AC Milan sigri þennan leik. Sem harðkjarnaður og sannur Manchester United aðdáandi þá mun ég bera flagg AC Milan í Aþenu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Jæææja… Hvað segja menn? Einhver sem hefur áhuga á almennri tjáningu eða bara almennt að fá útrás?