Sköllótti Örninn Jim Smith hefur ekkert sagt um hvort hann ætli að taka við liði Sheffield Wednesday en segist vera reiðubúinn að fara að starfa aftur. Smith þykir líklegastur til að taka við á Hillsborough en Peter Shreeves fór frá liðinu fyrir fjórum vikum. Örninn hefur lítið viljað segja en vitað er að hann hefur stutt félagið alla tíð. Hann sagði: “Ég get ekkert sagt um starfið hjá Wednesday en ég er með eitt eða tvö járn í eldinum. Mig langar óskaplega að komast aftur í stjórastól og ég er tilbúinn í slaginn.”
Smith verður 61 árs á laugardaginn og hann yrði elsti stjórinn í sögu liðsins ef af yrði. Uglur leika næst gegn Úlfunum á sunnudag en ekki er vitað hvort nýr karl verður kominn í brúna þá.
Bráðabirgðastjórinn Terry Yorath þykir einnig koma til greina en hann hefur lýst yfir áhuga á starfinu.