Það er rómur á netinu um að van Gaal þjálfari Hollenska landsliðsins í knattspyrnu komi til greina sem næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. En Alex Ferguson hefur alls ekki sem skyldi það sem af er leiktíðinni. Van Gaal myndi samt ekki taka við liðinu fyrr en sumarið árið 2002. En Peter kenyen stjórnarformaður liðsins þaggaði þann róm niður þegar hann sagði “Alex Ferguson er frábær þjálfari og þótt van Gaal segist vera umsækjandi eða segist vera á topp lista yfir draumaþjálfara liðsins er það ekki rétt. Því ef það væri slíkur listi væri hann ekki á honum. Við lærðum okkar lexíu þegar Matt Busby sagði bless við liðið fyrir rúmum 30 árum og viljum ekki gera sömu mistök aftur”. Kenyen sagði einnig að þjálfarar Ajax og Barcelona kæmu til greina til að taka við af sir Alex Ferguson.