Írski landsliðsmaðurinn Roy Keane mun ekki leika seinni leik Írlands og Írans vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp aftur hjá honum. Keane spilaði allar 90 mínúturnar í Dublin og enginn meðsli sáust á honum en þá sigraði Írland 2-0. Keane sem er leikmaður Manchester United hefur ekki leikið síðustu 6 leiki með Manchester og var hvíldur í leiknum gegn Liverpool út af landsleikjunum. Þjálfari írska landsliðsins Mick Marthy sagðist hafa talað við Roy í gær (10.nóv) og þá var fínn og að hann hefði spilað leikinn gegn íran mjög vel. Keane sem er mikilvægur leikmaður bæði fyrir Íran og Manchester þurfti skyndilega í dag að fara í uppskurð út af hnénu. Steve Staunton leikmaður Aston Villa og Nial Quinn munu báðir einnig missa af leiknum í Íran vegna meiðsla.