Tyrkinn Fatih Terim sem rekinn var frá AC Milan á sunnudaginn segir að félagið hafi ekki verið sanngjarnt við hann en hann hafi engu að síður átt von á þessu þar sem þetta hafi legið í loftinu frá því hann tók við liðinu.

“Ég var fyllilega undirbúinn fyrir þetta því ég átti von á þessu frá fyrsta degi. Það gerðist núna en hefði getað gerst fyrir mörgum vikum síðan.

”En staðreyndin er engu að síður sú að félagið sýndi mér litla virðingu með framkomu sinni, þeir voru ekki sanngjarnir," sagði Terim en hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann heldur fyrirlestra en honum var sagt upp í gegnum síma eftir að hann var kominn til Tyrklands.

Terim er sterklega orðaður við stöðu landsliðsþjáfara Tyrkja þessa dagana.